fim 01.des 2022
Bild: Héldum að þetta gæti ekki orðið verra

Þýskaland er úr leik á HM eftir að hafa fallið úr leik í riðlakeppninni í kvöld þrátt fyrir sigur á Kosta Ríka.Liðið tapaði mjög óvænt gegn Japan í fyrstu umferð riðlakeppninnar en komu sterkir til baka og gerðu jafntefli gegn Spánverjum og enduðu á sigri í kvöld en það var ekki nóg.

Spánn tapaði óvænt gegn Japan sem gerði útslagið fyrir Þjóðverja.

Þetta kemur Þjóðverjum í opna skjöldu en liðið ætlaðist væntanlega til að gera mun betur eftir vonbrigðin árið 2018 þegar liðið féll einnig úr leik í riðlakeppninni.

„Eftir Rússland 2018 héldum við að þetta gæti ekki orðið verra. 'I dag vitum við að þetta verður verra," segir á þýska miðlinum Bild.

Sóknarleikur liðsins hefur verið mikið gagnrýndur en liðið skoraði aðeins tvö mörk í fyrstu tveimur leikjunum.