fim 01.des 2022
Muller hættur í landsliðinu? - „Hef gert þetta af mikilli ástríðu"

Þýskaland er úr leik á HM en hinn 33 ára gamli Thomas Muller gefur í skyn að hann sé hættur að spila með landsliðinu.Muller var í byrjunarliðinu í öllum leikjum liðsins í riðlakeppninni.

„Ef þetta var minn síðasti leikur þá vil ég bara segja að þetta hefur verið ánægjulegt. Ég hef gert þetta af mikilli ástríðu. VIð höfum upplifað mögnuð augnablik saman. Ég reyndi að skilja hjartað mitt eftir á vellinum í öllum leikjum," sagði Muller eftir leikinn í kvöld.

Joachim Löw þáverandi þjálfari þýska landsliðsins ætlaði að endurnýja í landsliðinu árið 2019 og hætti að velja Muller. Aðeins tveimur árum síðar var hann hins vegar valinn aftur í hópinn fyrir EM.