fös 02.des 2022
[email protected]
Úlfur Blandon spáir í Suður-Kórea - Portúgal
 |
Úlfur Blandon. |
Lokaumferð H-riðils verður flautuð á klukkan 15. Suður-Kórea leikur við Portúgal og Gana mætir Úrúgvæ.
Úlfur Blandon, þjálfari og sérfræðingur Fótbolta.net, spáir í leik Suður-Kóreu gegn Portúgal.
Portúgal er komið í 16-liða úrslitin og mun innsigla sigur í riðlinum ef liðið forðast tap gegn Suður-Kóreu. Suður-Kórea verður að vinna Portúgal til að eiga möguleika.
Suður-Kórea 1 - 2 Portúgal Ronaldo og felagar vilja ekki fá Brasilíu í 16-liða úrslitum og leggja allt í sölurnar til að tryggja sé efsta sætið í riðlinum. Klára þennan leik en Son setur eitt mark sem gerir þetta að alvöru leik.

|