fim 01.des 2022
[email protected]
Var boltinn ekki farinn? - Nýtt sjónarhorn á sigurmark Japans
Ao Tanaka skoraði sigurmark Japans gegn Spáni í kvöld, markið sem gerði það að verkum að Þýskaland féll úr leik.
Í aðdraganda marksins virtist boltinn vera farinn út af en eftir að atvikið var grandskoðað í VAR herberginu var markið dæmt gilt.
Í nýju sjónarhorni sem sjá má hér að neðan er hægt að sjá að kannski var boltinn í leik eftir allt saman og dómararnir komust að réttri niðurstöðu.
Boltinn er í leik ef einhver hluti hans er yfir línunni. Þetta er algjörlega millimetraspursmál!
|