fim 01.des 2022
Enrique allt annað en sáttur - „Hefði getað fengið hjartaáfall"

Luis Enrique landsliðsþjálfari Spánar var alllt annað en sáttur eftir tap liðsins gegn Japan í lokaleik riðilsins í kvöld þrátt fyrir að liðið komst áfram.„Ég er alls ekki sáttur. Við hefðum viljað vinna leikinn og vinna riðilinn en Japanir tættu okkur í sig á fimm mínútum og skoruðu tvö mörk," sagði Enrique.

„Ég sagði þeim í hálfleik að vera varkárir því við hefðum engu að tapa. Við hrundum og þeir hefðu getað skorað tvö mörk í viðbót. Ég er bara alls ekki sáttur: Ég fagna aldrei tapi svo við höfum engu að fagna."

Útlitið var svart fyrir Spánverja í smá stund en Enrique segist ekki hafa vitað af því.

„Við vorum úr leik í þrjár mínútur? Ég var ekki með hugann við hinn leikinn, hvenær gerðist það? Ég vissi þetta ekki. Ég er ekki sáttur því við töpuðum gegn Japan. Ef ég vissi að við vorum á leiðinni úr keppni hefði ég fengið hjartaáfall," sagði Enrique.