fös 02.des 2022
[email protected]
Gvardiol þráir ekkert heitar en að fara til Liverpool
Josko Gvardiol varnarmaður króatíska landsliðsins hefur vakið verðskuldaða athygli á HM í Katar.
Þessi tvítugi leikmaður RB Leipzig hefur leikið hverja einustu mínútu á HM við hlið Dejan Lovren fyrrum leikmanns Liverpool í miðri vörninni. Króatía tryggði sér sæti í 16 liða úrslitum eftir markalaust jafntefli gegn Belgíu í lokaumferðinni. Gvardiol hefur verið orðaður við mörg af stærstu félögum heims en hann hefur áður komið fram og rætt ást sína á Liverpool. „Ég ólst upp við það að horfa á Liverpool leiki með pabba. Þegar ég fór að taka fótbolta alvarlega fór ég að fylgjast betur með þeim og ég vil fara í Úrvalsdeildina og þá í Liverpool," sagði Gvardiol. Sjá einnig:
Heimir Hallgríms: Sá sem lætur Lovren líta vel út er góður
|