fös 02.des 2022
[email protected]
Neuer: Ég kem ef það verður kallað á mig
Manuel Neuer og þýska landsliðið hefur lokið keppni á HM í Katar eftir slaka frammistöðu í riðlakeppninni.
Liðið tapaði gegn Japan í fyrstu umferð sem varð á endanum banabitinn. Liðið gerði svo jafntefli gegn Spáni en vann svo Kosta Ríka í gær en það dugði ekki til. Margir hafa velt fyrir sér framtíð landsliðsins en Hansi Flick og Thomas Muller vildu ekki svara því hvort þeir væru hættir í í landsliðinu. Manuel Neuer markvörður liðsins var spurður af því sama. „Ég kem ef það verður kallað á mig," sagði Neuer einfaldlega. Sjá einnig: Neuer orðinn leikjahæsti markvörðurinn í sögu HM
|