fös 02.des 2022
Patrekur Orri framlengir við Aftureldingu
Patrekur Orri

Afturelding hefur greint frá því að Patrekur Orri Guðjónsson hafi skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið.Hann skrifaði undir samninginn í gær á tvítugsafmælinu sínu.

Tilkynningin frá Aftureldingu

Orri framlengir út 2024⃣ ✍️

Patrekur Orri Guðjónsson hefur framlengt samning sinn við Aftureldingu til næstu tveggja ára eða út tímabilið 2024. Orri er sóknarmaður sem er uppalinn hjá Aftureldingu en hann fagnar 20 ára afmæli sínu í dag.

Orri skoraði eitt mark í sex leikjum í Lengjudeildinni með Aftureldingu árið 2021 en það sumar lék hann einnig með ÍR á láni. Síðastliðið sumar var Orri á láni hjá venslafélagi Aftureldingar í Hvíta Riddaranum en þar skoraði hann 23 mörk í 22 leikjum í deild og bikar og átti stóran þátt í að Hvíti Riddarinn fór í undanúrslit í 4. deildinni.

Orri hefur haldið áfram á skotskónum undanfarnar vikur og skorað í fyrstu þremur æfingaleikjunum á undirbúningstímabilinu með Aftureldingu. Afturelding fagnar því að Orri hafi gert samning til næstu tveggja ára og spennandi verður að sjá hann taka áframhaldandi framförum í Mosfellsbæ!