fös 02.des 2022
Man Utd fær samkeppni um Felix
Joao Felix.
Josko Gvardiol.
Mynd: Getty Images

Declan Rice.
Mynd: Getty Images

Góðan og gleðilegan föstudag. Felix, Messi, Ronaldo, Gvardiol, Bellingham og fleiri í slúðurpakka dagsins.

Atletico Madrid er tilbúið að selja Joao Felix (23) fyrir 86 milljónir punda. Félagið keypti portúgalska framherjann fyrir 113 milljónir punda árið 2019. (AS)

Manchester United vill fá Felix en fær samkeppni frá Paris St-Germain og Bayern München í janúar. (Mail)

PSG mun bjóða argentínska sóknarmanninum Lionel Messi (35) formlega framlengingu á samningi eftir HM. (Goal)

Al Hilal vill skáka keppinautum sínum í Al-Nassr í Sádi-Arabíu í baráttunni um Cristiano Ronaldo (37) sem er fáanlegur á frjálsri sölu. (Express)

Chelsea heldur áfram í viðræðum við RB Leipzig um króatíska varnarmanninn Josko Gvardiol (20). Gvardiol hefur sagt að mögulega muni hann spila fyrir Chelsea einn daginn. (Athletic)

Atletico Madrid hefur sent Leicester fyrirspurn varðandi tyrkneska miðvörðinn Caglar Söyuncu (26). (AS)

Carsten Cramer, framkvæmdastjóri Borussia Dortmund, segist eiga í góðu sambandi við Jurgen Klopp en Liverpool fái ekki neinar 'gjafir' þó félagið vilji miðjumanninn Jude Bellingham (19). (Vietnam News)

Enski miðjumaðurinn Declan Rice (23) hefur gefið í skyn að hann vilji yfirgefa West Ham, vinna bikara og spila í Meistaradeildinni. (Guardian)

Newcastle United hefur verið orðað við James Maddison (26) miðjumann Leicester en er ólíklegt til að gera tilboð í janúar. (Luke Edwards)

Nottingham Forest hefur náð samkomulagi um brasilíska sóknarmiðjumanninn Gustavo Scarpa (28) frá Palmeiras. (Fabrizio Romano)

Chelsea veitir Newcastle samkeppni í baráttunni um brasilíska miðjumanninn Andrey Santos (18) hjá Vasco da Gama. (90 Min)

Franck Kessie (25) sem var keyptur til Barcelona í sumar er ekki ánægður hjá félaginu. Börsungar eru tilbúnir að selja miðjumanninn fyrir um 9 milljónir punda. (AS)

Spænski miðjumaðurinn Sergio Busquets (34) hjá Barcelona hefur ekki útilokað að fara í bandarísku MLS-deildina og vonast til að taka ákvörðun um framtíð sína í febrúar. Samningur hans við Börsunga rennur út í sumar. (Marca)

Barcelona hefur áhuga á Brasilíumanninum Endrick (16) en mun ekki gera tilboð í þennan framherja Palmeiras á þessu tímabili. (Marca)

AC Milan vonast til þess að Rafael Leao (23), sem hefur verið orðaður við Chelsea, Manchester United og Manchester City, muni skrifa undir nýjan samning. (Calciomercato)

Liverpool hefur rætt um að rifta lánssamningi Billy Koumetio (20) við Austria Vín þar sem franski miðvörðurinn hefur ekki fengið mikinn spiltíma þar. (Football Insider)