fös 02.des 2022
Ómar Castaldo í Þór (Staðfest)
Ómar á Þórsvelli síðasta sumar.
Þór hefur fengið markvörðinn Ómar Castaldo Einarsson í sínar raðir, hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið í vikunni.

Ómar er 21 árs og er uppalinn í KR. Hann hefur verið aðalmarkvörður venslafélagsins KV undanfarin þrjú tímabil og leikið alls 61 deildarleik fyrir KV.

Hann hefur einnig spilað 5 leiki fyrir unglingalandslið Íslands.

„Ómar er tæknilega góður markvörður sem er kominn með góða reynslu í meistaraflokki þrátt fyrir ungan aldur. Við erum virkilega stoltir af því að Ómar ákvað að ganga til liðs við okkur og bjóðum hann velkominn í Þorpið!" segir í frétt thorsport.