fös 02.des 2022
Vonast til að fá fleiri tækifæri með landsliðinu - „Gerði rosalega mikið fyrir mig"
Sólveig varð tvöfaldur meistari með Val á liðnu tímabili
Sólveig Jóhannesdóttir Larsen er 22 ára og getur leyst nokkrar stöður framarlega á vellinum. Í sumar var hún valin í U23 landsliðið sem lék vináttuleik gegn Eistlandi. Sá leikur er skráður sem A-landsleikur.

Sólveig var svo í æfingahópi A-landsliðsins fyrr í þessum mánuði þar sem valinn var úrtakshópur úr Bestu deildinni. Sólveig ræddi um verkefnið í sumar og A-landsliðið í viðtali við Fótbolta.net á dögunum.

Annað úr viðtalinu:
Boltinn fór að rúlla eftir að samningnum var rift - „Mjög óraunverulegt að ég sé að fara út"
Naut þess að spila með Aftureldingu - Fór til baka og vann tvöfalt

„Það var mjög gaman, að fá tækifærið á að vera í landsliðinu það gefur manni ótrúlega mikið stolt og drifkraft. Auðvitað vill maður fleiri svona verkefni, þetta var fyrsta U23 verkefnið og þetta gerði rosalega mikið fyrir mig. Ég vona að það verði meira af svona verkefnum í framtíðinni," sagði Sólveig. Hún skrifaði undir hjá sænska félaginu Örebro á dögunum.

„Ég veit það ekki, ég vona það. Maður sér allavega að það eru eiginlega allar í A-landsliðinu að spila í Svíþjóð, Noregi og Þýskalandi. Það kemur í ljós (hvort þetta skref hjálpi)," sagði Sólveig. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.