fös 02.des 2022
Ein af myndum mótsins: Gvardiol fór beint til mömmu
Josko Gvardiol.
„Mínir menn voru frábærir, sérstaklega fyrsta klukkutímann. En ég verð að vera hreinskilinn og viðurkenna að við vorum heppnir að þeir nýttu ekki færin sem þeir fengu," sagði Zlatko Dalic, þjálfara Króata, eftir markalaust jafntefli gegn Belgum í gær.

Stigið dugði Króötum til að komast í 16-liða úrslit en þar leika þeir gegn Japönum.

Ein af myndum mótsins var tekin eftir leikinn en þar sést varnarmaðurinn Josko Gvardiol, sem átti stórkostlegan leik, vera hjá móður sinni beint eftir að Króatar höfðu tryggt sætið í útsláttarkeppninni. Eins og sjá má eru miklar tilfinningar í spilinu.

Gvardiol er aðeins tvítugur og spilar með RB Leipzig. Hann hefur verið orðaður við stórlið í ensku úrvalsdeildinni.

Sjá einnig:
Heimir Hallgríms: Sá sem lætur Lovren líta vel út er góður