lau 03.des 2022
[email protected]
Kristian Hlynsson spáir í Holland - Bandaríkin
 |
Kristian Nökkvi Hlynsson. |
 |
Gakpo hefur átt gott mót. |
Mynd: Getty Images
|
Sextán liða úrslitin á HM hefjast á dag og er fyrri leikur dagsins viðureign Hollendinga og Bandaríkjanna.
Holland endaði í efsta sæti A-riðils og Bandaríkin endaði í öðru sæti í B-riðli.
Leikurinn hefst klukkan 15:00 og klukkan 19:00 fer fram viðureign Argentínu og Ástralíu.
Kristian Nökkvi Hlynsson, leikmaður U21 landsliðsins og Ajax í Hollandi, spáir í leikinn.
Kristian Nökkvi Hlynsson: Holland 4 - 1 Bandaríkin Hollendingar eru búnir að vera frekar slakir en Bandaríkjamenn búnir að vera ferskir. Ég held samt að mínir menn í Hollandi verða í öðrum gír í þessum leik og vinna 4-1, Berghuis og Klaassen með sitthvort markið og Gakpo setur tvö líka. Timothy Weah setur mark fyrir Bandaríkin.
Fótbolti.net spáir - Arnar Laufdal: Holland 1 - 1 Bandaríkin Ég trúi ekki öðru en Kristian félagi minn bakki sína menn upp í Hollandi, ég talaði um fyrir mót að USA gætu farið í 8 liða úrslit og ég held það gerist. Leikurinn fer 1-1 í venjulegum leiktíma þar sem að jú… Cody Gakpo skorar og ef ég mætti ráða þá væri það king Gio Reyna sem jafnar leikinn með alvöru comeback story. Ætli það verði ekki Christian Pulisic sem skorar í framlengingunni og tryggir USA áfram í 8 liða úrslit. For the land of the free.
|