fös 02.des 2022
[email protected]
Ömurlegt víti Gana sem fékk svo tvö mörk í andlitið - Suarez sjóðheitur
 |
Giorgian de Arrascaeta hefur skorað einu mörk Úrúgvæ á HM. |
 |
Luis Suarez og Alidu Seidu í baráttunni. |
Mynd: Getty Images
|
Það er líf og fjör í leik Gana og Úrúgvæ í lokaumferð H-riðils HM en nú er hálfleikur í leikjunum. Úrúgvæ er 2-0 yfir eftir að hafa fengið á sig vítaspyrnu eftir tuttugu mínútna leik.
Úrúgvæski markvörðurinn Sergio Rochet braut á Mohammed Kudus og dæmt var víti. Rochet varði hinsvegar skelfilega slaka vítaspyrnu Andre Ayew.
Þessi vítavarsla gaf Úrúgvæ byr undir báða vængi og liðið tók forystuna á 26. mínútu. Luis Suarez átti martilraun en Giorgian de Arrascaeta rak lokahnykkinn og skoraði af stuttu færi.
Sex mínútum síðar skoraði De Arrascaeta aftur, eftir stoðsendingu frá Luis Suarez sem er óvinur Gana. Virkilega vel klárað frá De Arrascaeta en mörkin hans er hægt að sjá hér fyrir neðan.
Þetta eru fyrstu mörk Úrúgvæja á HM en þau koma úr nokkuð óvæntri átt. Giorgian de Arrascaeta, sem er 28 ára og spilar fyrir Flamengo, er að spila sinn fyrsta byrjunarliðsleik á mótinu.
Gana kemst áfram með jafntefli en eins og staðan er núna er Úrúgvæ á leið í 16-liða úrslit.
Úrúgvæ þurfti að gera skiptingu í hálfleik þegar Rodrigo Bentancur fór af velli vegna meiðsla og inn kom Matias Vecino.
Staðan er 1-1 í leik Suður-Kóreu og Portúgals. Ricardo Horta kom portúgalska liðinu yfir en Kim Young-gwon jafnaði.
Staðan í riðlinum eins og staðan er núna: Portúgal 7 stig
Úrúgvæ 4 stig
Gana 3 stig
Suður-Kórea 2 stig
|