fös 02.des 2022
Son: Erum með stærri markmið

Suður Kórea er komið í 16-liða úrslit eftir sigur á Portúgal í dag. Liðið gæti mætt Brasilíu þar.„Ég bjóst við að þetta yrði erfiður leikur. Þetta var erfitt en leikmennirnir okkar gáfust ekki upp. Við gerðum vel og ég er stoltur af leikmönnunum," sagði Heung Min Son.

„Það var markmiðið okkar að komast í 16-liða úrslit og erum við með stærri markmið og munum gera okkar besta til að ná þeim. Enginn veit hvað gerist í fótboltaheiminum, sérstaklega núna, við höfum möguleika á að vinna Brasilíu og við munum gera okkar besta til að undirbúa okkur."

Það er allt opið í G-riðli og Suður Kórea getur því mætt hvaða liði sem er af þeim.