fös 02.des 2022
[email protected]
Shaqiri kom Sviss yfir en Mitrovic ekki lengi að jafna
Það er spenna í G-riðli en Xhredan Shaqiri styrkti stöðu Sviss í 2. sæti riðilsins með því að koma liðinu yfir eftir 20 mínútna leik.
Það liðu þó aðeins sex mínútur þangað til Aleksandar Mitrovic jafnaði metin. Það er enn markalaust í viðureign Brasilíu og Kamerún en eins og staðan er núna eru Brasilía og Sviss að fara áfram í 16 liða úrslit. Serbía og Kamerún þurfa á sigri að halda til að komast uppfyrir Sviss en Kamerún er með betri markatölu. Eins og staðan er núna: 1. Brasilía 7 stig (+3 markatala) 2. Sviss 4 stig (0) 3. Kamerún 2 stig (-1) 4. Serbía 2 stig (-2)
|