fös 02.des 2022
Cavani brjálaður - Hrinti VAR skjánum í gólfið

Það varð allt vitlaust eftir að Úrúgvæ féll úr leik á HM í dag þrátt fyrir sigur á Gana í lokaleik riðilsins.Leikmenn Úrúgvæ misstu sig í leikslok og hópuðust að dómurunum en þeim fannst halla á sig í dag. Þeir vildu fá vítaspyrnu þegar Edinson Cavani féll í teignum.

Sjá einnig:
Suarez miður sín í leikslok - Leikmenn Úrúgvæ trylltir

Cavani hefur ekki verið ánægður með ákvörðun dómarans eftir að hafa skoðað atvikið í VAR en á leiðinni inn í klefa hrinti hann VAR skjánum í gólfið.

Þessi úrslit eru gríðarlega svekkjandi fyrir menn eins og Cavani og Luis Suarez sem voru sennilega að spila á sínu síðasta stórmóti.