fös 02.des 2022
HM: Brasilía vinnur riðilinn - Sviss í 16-liða úrslit eftir svakalegan leik
Xherdan Shaqiri
Granit Xhaka var heitt í hamsi í kvöld
Mynd: EPA

Serbia 2 - 3 Switzerland
0-1 Xherdan Shaqiri ('20 )
1-1 Aleksandar Mitrovic ('26 )
2-1 Dusan Vlahovic ('35 )
2-2 Breel Embolo ('44 )
2-3 Remo Freuler ('48 )

Cameroon 1 - 0 Brazil
1-0 Vincent Aboubakar ('90 )
Rautt spjald: Vincent Aboubakar, Cameroon ('90)Veislan hélt áfram í lokaumferð riðlakeppninnar á HM í kvöld. Serbía og Sviss buðu upp á markaveislu.

Staðan var 2-2 í hálfleik en Serbía komst í 2-1 eftir að Sviss komst í forystu með marki frá Xherdan Shaqiri.

Remo Freuler tryggði Sviss svo 3-2 sigur með stórkostlegu marki strax í upphafi síðari hálfleiks.

Allt ætlaði um koll að keyra undir lok leiks Serbíu og Sviss þegar Granit Xhaka og Nikola Milenkovic lenti saman. Xhaka og Milenkovic uppskáru gult spjald hvor.

Hinn leikurinn í riðlinum milli Brasilíu og Kamerún var ekki mikið fyrir augað framan af og stefndi í markalaust jafntefli. Kamerún gerði sér hins vegar lítið fyrir og skoraði í uppbótartíma. Þar var Vincent Aboubakar að verki.

Hann fagnaði gífurlega ásamt öllu liðinu og reif sig úr treyjunni og uppskar sitt annað gula spjald í kjölfarið. Sigur Kamerún dugði ekki til og Brassar vinna riðilinn og Svisslendingar fara með þeim í 16-liða úrslitin.

Lokastaðan:
1. Brasilía 6 stig (+3 í markatölu)
2. Sviss 6 stig (+1)
3. Kamerún 4 stig (0)
4. Serbía 1 stig (-3)

Stórkostlegt sigurmark Sviss: