lau 03.des 2022
Vlahovic svaraði slúðursögunum á furðulegan hátt

Dusan Vlahovic sóknarmaður serbneska landsliðsins hefur verið sakaður um að sofa hjá eiginkonu Predrag Rajkovic, varamarkvarðar Serbíu.Hann hefur þvertekið fyrir það og hann virtist hafa sent skilaboð um það þegar hann fagnaði marki sínu í 3-2 tapi liðsins gegn Sviss í gær en tapið leiddi til þess að Serbía er úr leik.

Hann fagnaði markinu af mikilli innlifun og greip nokkrum sinnum í það allra heilagasta.

Þetta virtist hafa verið eitthvað þema í þessum leik þar sem Granit Xhaka leikmaður Sviss gerði slíkt hið sama og beindi því í átt að varamannabekk Serba.