lau 03.des 2022
Óli Kristjáns sló Gunnar út af laginu - „Sagan er miklu meira"
Óli Kristjáns
Svo gæti farið að Argentína og Portúgal mætist í úrslitaleik HM en það eru margir spenntir fyrir því að sjá tvo bestu leikmenn samtímans, þá Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mætast.

Gunnar Birgisson nefndi það í HM kvöldi í gærkvöldi að það yrði stærsti íþróttaviðburður sögunnar en hann uppskar bara hlátur frá Óla Kristjáns og Heimi Hallgríms.

„Mögulega tveir bestu knattspyrnumenn sögunnar," sagði Gunnar.

„Sagan er ekki bara þinn líftími. Sagan er miklu meira, þú ert svo fókuseraður á það sem hefur gerst síðan þú komst til vits og ára að þú ert bara farinn að dæma þetta sem stærsta íþróttaviðburð sögunnar," sagði Óli.

Gunnar var steinhissa á þessum ummælum hjá Óla að hann átti erfitt með að svara næstu spurningum síðar í þættinum.