lau 03.des 2022
Pochettino: Kane getur allt en hann var skelfilegur markvörður
Mauricio Pochettino fyrrum stjóri Tottenham er staddur í Katar en Sky Sports fékk hann í viðtal og ræddi við hann um ýmislegt.

Harry Kane kom til tals og var Pochettino spurður hvort hann gæti verið markvörður. Kane þurfti að verja mark Tottenham í smá tíma í 5-1 gegn Asteras Tripolis í Evrópudeildinni árið 2014. Hann var þá búinn að skora þrennu.

„Markvörður? Nei. Ég man í Evrópudeildinni, hann var skelfilegur. Við fengum á okkur mark og hann gerði mistök. Markvörður, nei en hann getur spilaða allar aðrar stöður," sagði Pochettino.

Pochettino stýrði Kane hjá Tottenham frá 2014-2019.