lau 03.des 2022
Xhaka: Vildum einbeita okkur að fótbolta

Granit Xhaka miðjumaður svissneska landsliðsins var heitt í hamsi í leik liðsins gegn Serbíu í gær.Hann ögraði mönnum á varamannabekknum hjá Serbíu sem varð til þess að þeir stukku allir á fætur og varamarkvörður liðsins uppskar gult spjald.

Undir lok leiksins lenti hann í stimpingum við Nikola Milenkovic varnarmann Serbíu og Vanja Milenkovic-Savic markvörður Serbíu, ásamt fleirum blönduðu sér í það.

Xhaka var í viðtali eftir leikinn þar sem hann sagðist bara vilja einbeita sér af fótbolta.

„Þetta er tilfinningaþrunginn leikur. Þetta er fótbolti, sanngjarnt, við vildum einbeita okkur af fótbolta," sagði Xhaka.

Murat Yakin þjálfari Sviss tók undir orð Xhaka.

„Ég sá Xhaka einbeita sér af fótbolta. Þetta voru eðlileg viðbrögð, smá tilfinningar," sagði Yakin.