lau 03.des 2022
Henderson: Trent er glæpsamlega vanmetinn
Trent Alexander-Arnold t.v. og Jordan Henderson t.h.

Trent Alexander-Arnold bakvörður Liverpool og enska landsliðsins hefur verið mikið gagnrýndur fyrir varnarleik sinn sérstaklega en Jordan Henderson leikmaður enska landsliðsins og fyrirliði Liverpool kemur sínum manni til varnar.„Mér finnst hann glæpsamlega vanmetinn sem fótboltamaður. Hann getur haft mikil áhrif á leikinn. Þegar fólk hugsar um hann. Hann er fæddur leiðtogi og þú sérð að það er ekki þvingað, algjörlega náttúrulegt," sagði Henderson.

„Hann færir liðinu mikinn kraft, hann er kröfuharður við aðra með árunni sinni og öskrum. Hann spilar með mikinn kraft, þú þarft svoleiðis leikmenn." 

Trent hefur aðeins spilað rúmlega hálftíma á HM til þessa en hann kom við sögu í síðasta leik liðsins í riðlinum gegn Wales.