lau 03.des 2022
Lloris jafnar met Thuram á morgun - „Mikill heiður"

Hugo Lloris markvörður franska landsliðsins jafnar Lilian Thuram og verður leikjahæsti leikmaður Frakka frá upphafi þegar liðið mætir Póllandi í 16-liða úrslitum á HM á morgun.

Þessi 35 ára gamli markvörður Tottenham í ensku úrvalsdeildinni hefur leikið 141 landsleik til þessa.„Þetta er ekkert lítið afrek. Þetta er mikill heiður og ég er mjög stoltur, þetta skiptir þó ekki jafn miklu máli og leikurinn í 16-liða úrslitunum."

Lloris spilaði sinn fyrsta landsleik í nóvember árið 2008 aðeins nokkrum mánuðum eftir að Thuram lagði landsliðsskóna á hilluna.

„Í mínum augum er HM aðalatriðið. Ég vil spara alla mína orku fyrir leikinn á morgun því þetta verður annar slagur," sagði Lloris.

„Ég mun meta þetta leikjamet betur þegar keppninni er lokið og ég vona að hún endi á besta veg."