lau 03.des 2022
[email protected]
Jesus spilar ekki meira á HM
Gabriel Jesus og Alex Telles verða ekki meira með Brasilíu á HM eftir að hafa meiðst í síðasta leik riðilsins gegn Kamerún í gær.
Þeir meiddust báðir á hægra hné og fóru í myndatöku í morgun. Brasilíska knattspyrnusambandið greindi frá því að það væri ómögulegt fyrir þá að taka frekari þátt á mótinu. Jesus og Telles voru í fyrsta sinn í byrjunarliðinu á mótinu gegn Kamerún en TIte þjálfari Brasilíu stillti upp varaliðinu í leiknum. Brasilía mætir Suður Kóreu í 16 liða úrslitum á mánudaginn.
|