lau 03.des 2022
Memphis kom Hollendingum yfir - Næst markahæstur í sögunni

Holland er komið með forystu eftir aðeins 10 mínútna leik gegn Bandaríkjunum í fyrsta leik 16-liða úrslitana á HM í Katar.Memphis Depay skoraði markið eftir sendingu frá Denzel Dumfries.

Þetta er 43. mark Depay fyrri hollenska landsliðið en hann er þá einn í 2. sæti yfir flest mörk skoruð í appelsínugula búningnum. Fyrir leikinn var hann jafn Klaas Jan Huntelaar í 2. sæti en Robin van Persie er markahæstur með 50 mörk.

Markið má sjá hér fyrir neðan.