lau 03.des 2022
Átti Argentína að fá vítaspyrnu?
Argentínska landsliðið vildi fá vítaspyrnu strax á 5. mínútu leiksins gegn Ástralíu í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í kvöld.

Papu Gomez, sem er í byrjunarliðinu í stað Angel Di María, ætlaði sér að koma boltanum fyrir markið en Keanu Baccus komst fyrir boltann en þó með umdeildum hætti.

Gomez setti boltann í höndina á Baccus, sem stóð við vítateigslínuna, en ekkert dæmt.

Hægt er að sjá atvikið hér fyrir neðan.

Sjáðu atvikið hér