mán 05.des 2022
„Fyrsta tímabilið sem hann er bara ruglaður og springur algjörlega út"
Skoraði þrennu gegn Víkingi og fékk boltann eftir leik.
Ísak Andri Sigurgeirsson, leikmaður Stjörnunnar, ræddi við Fótbolta.net fyrir helgi. Hann var spurður út í framherja liðsins, Emil Atlason, sem átti virkilega gott tímabil í sumar.

Emil er 29 ára gamall og átti sitt besta tímabil á ferlinum í sumar, skoraði ellefu mörk í nítján leikjum. Hann meiddist á móti ÍBV í lok ágúst og missti af lokaleikjum tímabilsins vegna meiðslanna. Fyrir tímabilið í ár var tímabilið 2012, þegar Emil skoraði fimm mörk fyrir KR, markahæsta tímabilið hans.

„Hann var rosalegur. Mér fannst hann alltaf vera animal (dýr) á æfingum og átti þetta dálítið inni. Þetta var fyrsta tímabilið þar sem hann er bara ruglaður og springur algjörlega út. Að mínu mati var hann besti framherjinn í deildinni," sagði Ísak.

Ísak lagði upp níu mörk á tímabilinu. Var auðvelt að finna Emil inn á teignum?

„Það er það, hann er skrímsli í teignum, vinnur allt. Hann er sterkur og fljótur, allt sem maður vill hafa í 'striker'," sagði Ísak. Viðtalið við Ísak má sjá hér að neðan.

Viðtal við Emil:
Emil Atlason: Fann gleðina aftur í fótboltanum