mán 05.des 2022
Sterling snýr ekki aftur fyrr en fjölskyldan er 100% örugg

Raheem Sterling hélt til Englands í gær eftir að fréttir bárust af því að brotist hafi verið inn á heimili hans. Hann var því ekki með liðinu í 3-0 sigrinum gegn Senegal í gærkvöldi.Sterling segist ekki ætla snúa aftur nema fjölskyldan hans, unnusta og ung börn, séu 100% örugg. Þetta segir heimildarmaður The Sun í Katar.

„Hann sagði öllum 'Það er ekki séns að ég fari neitt nema ég sé 100% viss um að fjölskylan sé í öruggum höndum. Ástæðan fyrir því að þau fluttu þangað er útaf því þetta er vel vaktað þar sem öryggisverðir líta reglulega við. Þrátt fyrir það tókst einhverjum að ræna hann sem setur hann og Paige í mikið uppnám. Þau voru bara að flytja aftur til London og vilja vera óhult."

Sterling var í byrjunarliðinu gegn Íran og Bandaríkjunum í fyrstu tveimur leikjum mótsins en var allan tíman á bekknum gegn Wales.