þri 06.des 2022
Leikmaður Genoa dæmdur í sex ára fangelsi fyrir hópnauðgun
Manolo Portanova.
Manolo Portanova, leikmaður Genoa á Ítalíu, hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að hafa tekið þátt í hópnauðgun í gleðskap í heimahúsi í Siena í maí 2021.

Frændi hans Alessio Langella og tveir vinir hans, Alessandro Cappiello og ónafngreindur sautján ára strákur, voru einnig dæmdir.

Portanova er 22 ára gamall en hann þarf að borga tæplega 18 milljónir íslenskra króna í skaðabætur til fórnarlambsins, sem er 21 árs, og fjölskyldu hennar.

Genoa keypti Portanova frá Juventus í janúar 2021 en ítalski miðjumaðurinn hefur spilað tólf leiki í ítölsku B-deildinni á þessu tímabili og skorað eitt mark.