mið 07.des 2022
[email protected]
Brozovic bætti eigið met á HM
 |
Marcelo Brozovic |
Króatía er komið áfram í 8 liða úrslit eftir sigur á Japan eftir vítaspyrnukeppni.
Staðan var 1-1 eftir 120 mínútur. Japan komst yfir í leiknum en Ivan Perisic jafnaði metin. Marcelo Brozovic bætti með á HM í leiknum en hann hljóp 16.7 kílómetra. Fyrra metið var 16.3 kílómetrar en það átti Brozovic sjálfur en það gerði hann á HM 2018 í leik gegn Englandi þar sem króatíska liðið vann það enska í undanúrslitum. Brozovic er greinilega í hörku formi þar sem hann hefur leikið hverja einustu mínútu á mótinu til þessa. Þessi þrítugi miðjumaður hefur leikið 81 landsleik fyrir hönd Króatíu.
|