mið 07.des 2022
Van Dijk um Messi: Hann er bara að tjilla út í horni eða eitthvað

Holland og Argentína mætast í 8 liða úrslitum á föstudagskvöldið klukkan 19.Virgil van Dijk varnarmaður hollenska liðsins sat fyrir svörum á fréttamannafundi í gær. Þar var hann spurður út í Lionel Messi.

„Það er heiður að fá að spila gegn honum. Þetta er ekki ég á móti honum eða Holland á móti honum, þetta er Holland á móti Argentínu. Enginn getur þetta upp á eigin spýtur, við verðum að undirbúa góða áætlun," sagði Van Dijk.

Van Dijk hefur margoft mætt Messi. Hann var spurður hvað væri svona erfitt við að spila gegn honum.

„Það erfiða við hann er að þegar við erum í sókn er hann bara að tjilla út í horni eða eitthvað. Þú verður að vera skarpur í varnarleiknum. Þeir leita alltaf til hans til að reyna gera þetta erfitt fyrir okkur í skyndisóknum," sagði Van Dijk.

Messi hefur skorað þrjú mörk í fjórum leikjum á þessu heimsmeistaramóti.