mið 07.des 2022
Liverpool, Chelsea og Arsenal hafa áhuga á Musah
Yunus Musah.
Gabriel Martinelli.
Mynd: EPA

Musah, Martinelli, Bellingham, Ronaldo, Kessie, Moyes, Maddison og fleiri í Powerade slúðurpakkanum í dag.

Liverpool, Chelsea og Arsenal hafa áhuga á Yunus Musah (20), miðjumanni Valencia og bandaríska landsliðsins. (90min)

Barcelona hefur áhuga á að fá brasilíska vængmanninn Gabriel Martinelli (21) hjá Arsenal og íhugar að gera tilboð í hann í janúarglugganum. (Sport)

Borussia Dortmund er tilbúið að selja enska miðjumanninn Jude Bellingham (19) næsta sumar fyrir 86-129 milljónir punda. (Sky Sports)

Nasser Al-Khelaifi, forseti Paris St-Germain, segir að allir vilji kaupa hinn ótrúlega Bellingham og franska félagið muni fyrst hafa samband við Dortmund ef það ætlar að gera tilboð. (Sky Sports)

Portúgalski framherjinn Cristiano Ronaldo (37) hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort hann ætli að taka tilboðinu frá Al-Nassr í Sádi-Arabíu. (ESPN)

Tottenham er talið líklegasta félagið til að fá Franck Kessie (25), Fílabeinsstrendinginn hjá Barcelona. (Sport)

Það er mikil spenna í sambandi David Moyes, stjóra West Ham, og stjórnarformmannsins David Sullivan. Moyes færist nær því að missa starfið. (Football Insider)

James Maddison (26), sóknarmiðjumaður Englands, og Youri Tielemans (25), miðjumaður Belgíu, hafa verið orðaðir við brottför frá Leicester en félagið vill ekki missa þá í janúar. (Leicestershire Live)

Real Madrid er að skáka Chelsea í baráttu um Endrick (16), sóknarmann Palmeiras, sem getur verið keyptur þegar hann verður 18 ára gamall 2024. (UOL Sport)

Ítalski miðjumaðurinn Marco Verratti (30) mun skrifa undir nýjan samning við Paris St-Germain. (Fabrizio Romano)

Aston Villa verður boðið að fá danska miðvörðinn Jannik Vestergaard (30) frá Leicester í janúarglugganum. (Football Insider)

Félög hafa lýst yfir áhuga á því að fá Garang Kuol (18) lánaðan frá Newcastle eftir frammistöðu hans með Ástralíu á HM. Kuol verður leikmaður Newcastle í janúar en fyrr á árinu gerði félagið samkomulag við Central Coast Mariners. (Telegraph)

Arsenal útilokar ekki að kalla Folarin Balogun (21) úr láni hjá Reims í Frakklandi en verið er að skoða meiðslastöðu Gabriel Jesus (25) sem meiddist með Brasilíu á HM. (90min)