mið 07.des 2022
Magnús Már telur Brassa líklegasta - „Á ekki að skamma þá fyrir að dansa“
Brassarnir elska að dansa.
Magnús Már Einarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það á ekki að skamma þá fyrir að dansa þegar þeir fagna mörkum. Það er bara brasilískt. Þetta er menningin þeirra og ég hafði gaman að því þegar Tite steig sporin með," segir Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, í HM hringborðinu en hann telur Brasilíu sigurstranglegasta lið HM.

Brassarnir rúlluðu yfir Suður-Kóreu og mæta Króatíu í 8-liða úrslitum á föstudaginn.

Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 landsliðs Íslands, er virkilega hrifinn af brasilíska liðinu.

„Heillandi, gaman að fylgjast með þeim og ég hreifst með. Svona vill maður sjá Brasilíu. Þetta eru virkilega góðir leikmenn sem elska að spila fótbolta og þeir elska að spila fyrir Brasilíu. Það skín í gegn," segir Davíð.

„Þeir hafa líka evrópskt yfirbragð varðandi skipulag og annað. Þeir hafa náttúrulega fullt af mjög góðum leikmönnum sem spila í Evrópu. Svo eru þeir líka með þessi skemmtilegu brasilísku einkenni."

HM hringborðið er í spilaranum hér að neða en einnig í hlaðvarpsveitum.

föstudagur 9. desember
15:00 Króatía - Brasilía
19:00 Holland - Argentína

laugardagur 10. desember
15:00 Marokkó - Portúgal
19:00 England - Frakkland