mið 07.des 2022
Brynjar Björn rekinn frá Örgryte (Staðfest)
Brynjar Björn Gunnarsson.
Sænska félagið Örgryte hefur staðfest það að Brynjar Björn Gunnarsson sé ekki lengur þjálfari félagsins.

Brynjar Björn, sem er fyrrum landsliðsmaður, hætti með HK í maí síðastliðnum til að taka við Örgryte, félagi sem hann spilaði fyrir sem leikmaður.

Liðið var á botni sænsku B-deildarinnar þegar hann tók við en hann skilaði liðinu upp í 13. sæti. Liðið fór því í umspil um að halda sæti sínu en þar tókst Örgryte að halda sæti sínu með því að vinna tveggja leikja einvígi gegn Sandviken.

Stjórn Örgryte tók hins vegar ákvörðun um það að láta Brynjar fara, þrátt fyrir að hann hafi haldið liðinu uppi.

Nýr þjálfari Örgryte er Jeffrey Aubynn, sem spilaði með Örgryte frá 2001 til 2003. Hann var áður aðstoðarþjálfari stórliðsins Malmö.