fös 03.mar 2023
TM-Mót Stjörnunnar 2023

TM mót Stjörnunnar fer fram á knattspyrnusvæði Stjörnunnar í Garðabæ dagana 20.apríl, 22.-23.apríl og 29.apríl. Keppt er í 6. 7. og 8.flokki hjá strákum og stelpum. Um 3900 þátttakendur voru á síðasta móti og gekk mótið afar vel.Spilaður er 5-manna bolti í öllum flokkum og er spiltími hvers liðs að lágmarki klukkutími. Spilað er eftir nýjum reglum, þar sem ekki eru tekin innköst heldur er sparkað / rekið boltann inn á völlinn.

Leikirnir eru 12 mínútur með þremur mínútum á milli leikja. Ein leikklukka. Viðvera hvers liðs er ekki meir en tvær klukkustundir. Úrslit leikja er ekki skráð. Fjórir styrkleikaflokkar.

Leikið verður á eftirfarandi dögum:
 - 20.apríl Fimmtudagur ( sumardagurinn fyrsti) – 6.flokkur karla
 - 22.apríl Laugardagur – 7.flokkur karla
 - 23.apríl Sunnudagur – 8.flokkur karla og kvenna
 - 29.apríl Laugardagur – 6.-7.flokkur kvenna

Þátttökugjald er 2.900 krónur og fylgja vegleg þátttökuverðlaun, auk þess sem þátttakendur fá að spreyta sig á hinum ýmsum þrautum og fara í liðsmyndatöku.

Vinsamlegast skráið félagslið ykkar hér og sendið inn skráningarskjal tíu dögum fyrir keppnisdag á [email protected] Endilega hafið samband ef það er eitthvað frekar.

Facebook síða mótsins en þar eru birtar frekari upplýsingar tengt mótinu