mið 07.des 2022
Fyrsti frídagurinn á HM - Svona verða 8-liða úrslitin
Virgil van Dijk og Lionel Messi.
Það er stund milli stríða á HM, fyrsti frídagurinn síðan mótið fór af stað er í dag. Hvað ætli Gianni Infantino sé að gera í dag? 8-liða úrslitin verða spiluð á föstudag og laugardag.

Það er óhætt að segja að það séu spennandi leikir framundan en hér má sjá hvernig dagskráin er það sem eftir lifir móts.

Föstudagur 9. desember:
15:00 Króatía - Brasilía
19:00 Holland - Argentína

Laugardagur 10. desember:
15:00 Marokkó - Portúgal
19:00 England - Frakkland

Undanúrslit 13. desember:
19:00 Sigurvegarar úr föstudagsleikjunum mætast

Undanúrslit 14. desember:
19:00 Sigurvegarar úr laugardagsleikjunum mætast

Laugardagur 17. desember:
15:00 Leikurinn um þriðja sætið

Sunnudagur 18. desember:
15:00 Úrslitaleikur