mið 07.des 2022
Breiðablik að næla í markahæsta leikmann í sögu Færeyja?
Klæmint Olsen.
Breiðablik er að skoða það að næla sér í færeyska landsliðsmanninn Klæmint Olsen frá NSÍ Runavík.

Samkvæmt Bolt.fo þá hefur Breiðablik mikinn áhuga á leikmanninum en hann staðfestir sjálfur áhuga frá Íslandi.

Olsen, sem er 32 ára gamall sóknarmaður, hefur allan sinn feril spilað NSÍ Runavík sem féll úr færeysku úrvalsdeildinni á nýliðnu tímabili.

HB og B36, sem leika í færeysku úrvalsdeildinni, hafa einnig sýnt leikmanninum áhuga en hann er markahæsti leikmaður í sögu færeyska boltans og í sögu færeyska landsliðsins.

Breiðablik, sem er ríkjandi Íslandsmeistari, hefur nú þegar samið við færeyskan landsliðsmann í vetur en Kópavogsfélagið keypti Patrik Johannesen frá Keflavík.