mið 07.des 2022
[email protected]
Laporte sér ekki eftir neinu
Spænska landsliðið féll úr leik á HM í Katar eftir tap gegn Marokkó í vítaspyrnukeppni í 16 liða úrslitunum.
Aymeric Laporte varnarmaður spænska liðsins og Manchester City valdi að spila fyrir spænska liðinu frekar en því franska en hann sér ekki eftir neinu í dag. „Það er erfitt að koma því í orð hvernig manni líður með að þurfa yfirgefa mikilvægasta mótið í þessari íþrótt. Þrátt fyrir að þessu m´toi sé lokið sé ég ekki eftir neinu á neinn hátt," sagði Laporte. „Ég vil þakka liðinu og þeim sem vinna í kringum liðið fyrir að koma okkur í sem best form. það er mjög erfitt að koma saman sameinuðum hópi en það tókst. Það er kominn tími til að hlaða batterýin og vera klár í seinni hluta tímabilsins. Ég vil þakka öllum kærlega sem studdu okkur og fyrir öll jákvæðu skilaboðin sem ég fékk eftir síðasta leikinn."
|