mið 07.des 2022
Gakpo spenntur fyrir Manchester United

Cody Gakpo landsliðsmaður Hollands og leikmaður PSV í heimalandinu segist vera á betri stað í lífinu og eigi auðveldara með að díla við orðróma og að hann sé tilbúinn að fara til Manchester United.„Þetta var erfiður tími (sumarið). Ég hef lært mikið af því, ég mun gera þetta öðruvísi, það sem kemur, kemur. Ég íhugaði Manchester United en svo gerðist það ekki. Ég fór að efast en svo kom Leeds, á ég að fara þangað?" Sagði Gakpo.

„Nú bíð ég rólegur, ég hef ekki heyrt í Manchester United enn. Þegar þeir koma mun ég íhuga það. Ég mun hlusta á ráðleggingar frá guði með það."

Þessi 23 ára gamli sóknarmaður hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína með hollenska liðinu á HM en hann er með þrjú mörk í fjórum leikjum.