mið 07.des 2022
[email protected]
Bose-mótið: Matti Villa spilaði sinn fyrsta leik - Jafnt í Víkinni
Víkingur 1-1 Stjarnan 0-1 Henrik Máni Hilmarsson ('60 ) 1-1 Helgi Guðjónsson ('82 ) Rautt spjald: Jóhannes Geirdal Víkingur og Stjarnan áttust við í Bose bikarnum í B riðli á Víkingsvelli í kvöld.
Matthías VIlhjálmsson lék sinn fyrsta leik í búningi Víkings frá því hann kom til liðsins frá FH en hann var í byrjunarliðinu í kvöld. Jóhannes Geirdal sem er fæddur árið 2004 var í byrjunarliði Víkings en hann fékk að líta rauða spjaldið á 40. mínútu. Staðan var markalaus í hálfleik. Henrik Máni Hilmarsson kom Garðbæingum yfir eftir klukkutíma leik en Helgi Guðjónsson bjargaði stigi fyrir heimamenn með marki undir lok leiksins. Næsti leikur mótsins fer fram á morgun en það er viðureign Breiðabliks og KR í A-riðli.
|