mið 07.des 2022
Englendingar trúa á sigur annað en árið 2018

Enska landsliðið fór alla leið í undanúrslit á HM 2018 en tapaði gegn Króatíu og tapaði síðan gegn Belgíu í leiknum um þriðja sætið.Það er mikil trú í hópnum í ár en Harry Maguire miðvörður liðsins segir að liðið trúi að það geti unnið mótið í ár.

„Ég myndi segja að stærsti munurinn frá hópnum árið 2018 er sá að við trúum því virkilega að þetta sé hægt. Ég spilaði árið 2018 og við komumst í undanúrslit og ég held að margir af leikmönnunum hafi verið sáttir, sáttir með að vera komnir í undanúrslit," sagði Maguire.

„Sama hvað myndi gerast í undanúrslitunum þá myndum við fara heim og vera hetjur, fá klapp á bakið. Nú er trú um að við getum unnið þetta mót, það er góð breyting á hugarfarinu. AUðvitað vitum við að þetta verður erfitt. Það eru svona 5-6 lið sem trúa þessu líka."

England mætir Frakklandi í átta liða úrslitunum á laugardaginn. Það verður alvöru próf fyrir enska liðið.