mið 07.des 2022
Sjáðu stórkostlega varnartilburði Glódísar

Bayern Munchen vann magnaðann sigur á Barcelona í Meistaradeild kvenna.



Glódís Perla Viggósdóttir var í byrjunarliði Bayern og vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína í miðverðinum.

Það birtist myndband af varnartilburðum hennar á Twitter þar sem hún bjargar því að leikmaður Barcelona kemst ein á móti markverði með stórkostlegum tilþrifum.

Einn Twitter notandi hrósaði henni í hástert og sagði að hún fengi ekki þá athygli sem hún ætti skilið.