fim 08.des 2022
[email protected]
Atli Hrafn gerir tveggja ára samning við HK
HK hefur staðfest komu Atla Hrafns Andrasonar til félagsins en hann gerir tveggja ára samning við Kópavogsliðið. HK tryggði sér sæti í Bestu deildinni næsta sumar en liðið endaði í 2. sæti í Lengjudeildinni síðasta sumar.
Atli kemur frá ÍBV en leikmaðurinn staðfesti það í samtali við Fótbolta.net að hann væri að yfirgefa félagið en Eyjaliðið sagði síðar frá því að hann væri farinn til HK. Kópavogsliðið staðfesti það svo í gærkvöldi. Atli er 23 ára kantmaður sem hefur einnig leikið með Breiðabliki, Víkingi og KR á sínum ferli. Þá var hann á mála hjá enska félaginu Fulham á árunum 2016-18.
|