fim 08.des 2022
[email protected]
De Jong er ekki til sölu - „Elskaður hjá Barcelona
Jordi Cruyff yfirmaður fótboltamála hjá Barcelona segir að Frenkie de Jong miðjumaður liðsins sé ekki til sölu.
De Jong var eftirsóttur í sumar og var mikið orðaður við Manchester United og það leit út fyrir að Barcelona þyrfti að selja hanna eftir að liðið endaði í fjárhagsvandræðum. Cruyff segir þó að það hafi sloppið og því hafi hann verið áfram. „Frenkie de Jong er ekki til sölu. Hann er lykilmaður fyrir okkur, svo sá tími er liðinn. Hann er hérna og er mikilvægur. Í lok síðasta sumars eftir 'Fair Play' umræður var hann áfram og De Jong er elskaður hjá Barcelona," sagði Cruyff.
|