fim 08.des 2022
Gakpo til í að skoða Man Utd - Liverpool að vinna baráttuna um Bellingham
Cody Gakpo til Man Utd?
Enska sambandið vill Southgate áfram.
Mynd: Getty Images

Jamal Musiala.
Mynd: Getty Images

Gakpo, Southgate, Bellingham, Amrabat, Martinelli, Mudryk, Rabiot, Musiala og fleiri í slúðurpakkanum á þessum fimmtudegi.

Hollenski vængmaðurinn Cody Gakpo (23) segir að hann myndi skoða það að ganga í raðir Manchester United en segist ekkert hafa rætt við félagið. Gakpo er hjá PSV Eindhoven. (NRC)

Enska fótboltasambandið vill að Gareth Southgate stýri landsliðinu á EM 2024, sama hvernig leikurinn gegn Frakklandi á laugardaginn fer. (Mail)

Umboðsmenn enska miðjumannsins Jude Bellingham (19) hafa sagt Real Madrid að Liverpool sé líklegast til að fá leikmanninn frá Borussia Dortmund í sumar. (Bild)

Tottenham og Liverpool hafa áhuga á marokkóska miðjumanninum Sofyan Amrabat (26) hjá Fiorentina þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar. (90min)

AC Milan gæti verið tilbúið að berjast við Barcelona um brasilíska framherjann Gabriel Martinelli (21) hjá Arsenal ef Milan ákveður að selja portúgalska vængmanninn Rafael Leao (23) í janúar. (Calciomercato)

Arsenal gæti þurft að fresta áætluðum kaupum á úkraínska vængmanninum Mykhailo Mudryk (21) frá Shaktar Donetsk eftir að brasilíski sóknarmaðurinn Gabriel Jesus (21) meiddist. (Sun)

Franski miðjumaðurinn Adrien Rabiot (27) segist vilja spila í ensku úrvalsdeildinni. Samningur Rabiot við Juventus rennur út á næsta ári en hann hefur verið orðaður við Manchester United. (Express)

Bayern München ætlar að bjóða ungstirninu Jamal Musiala (19) nýjan samning. (Bild)

Marseille vill fá Fílabeinsstrendinginn Wilfried Zaha (30) frá Crystal Palace þegar samningur hans rennur út 2023. (90min)

Real Madrid er tilbúið að borga 62 milljóna punda verðmiða Palmeiras fyrir brasilíska framherjann Endrick (16) og ætlar að kaupa hann þegar hann nær 18 ára aldri í júlí 2024. (Goal)

Eddie Howe, stjóri Newcastle, segir að Financial fair play fjármálareglurnar gætu takmarkað fjámagn til leikmannakaupa hjá félaginu í janúar. (Mail)

Roma er í viðræðum við Barcelona um möguleg kaup á Memphis Depay (28), hollenska landsliðsmanninum. Viðræðurnar eru komnar talsvert á veg. (Sport)

Atletico Madrid er tilbúið að hlusta á tilboð í portúgalska framherjann Joao Felix (23) sem vill yfirgefa félagið. (TVE)

West Ham vill kaupa nýjan sóknarmann í janúarglugganum. (Sun)

Gregg Berhalter landsliðsþjálfari Bandaríkjanna mun ræða við bandaríska sambandið um nýjan samning. (ESPN)

Per Mertesacker, yfirmaður akademíu Arsenal, gæti verið ráðinn sem nýr íþróttastjóri þýska fótboltasambandsins. (Sky Germany)

Arsenal, Barcelona og Paris St-Germain hafa áhuga á að fá brasilíska vængmanninn Estevao Willian (15) frá Palmeiras. (Goal)