fim 08.des 2022
[email protected]
Riðlar U17 og U19 klárir fyrir undankeppni EM
 |
Ólafur Ingi Skúlason er þjálfari U19 landsliðsins. |
U19 landslið karla mætir Frakklandi, Danmörku og Eistlandi í fyrstu umferð undankeppni EM 2024.
Riðillinn verður leikinn dagana 15.-21. nóvember í Frakklandi. Tvö efstu lið riðilsins fara áfram í millriðla sem leiknir verða vorið 2024.
Þá er U17 karla í riðli með Armeníu, Sviss og Írlandi í fyrstu umferð undankeppni EM 2024.
Riðillinn verður leikinn á Írlandi dagana 11.-17. október. Efstu tvö lið riðilsins fara áfram í milliriðla ásamt þeim fimm liðum sem eru með bestan árangur í þriðja sæti síns riðils.
Úrslitakeppnin fer fram á Kýpur sumarið 2024.
|