fim 08.des 2022
[email protected]
„Mikil lyftistöng að fá Sterling aftur til okkar“
 |
Raheem Sterling með fjölskyldu sinni. |
Raheem Sterling, leikmaður enska landsliðsins, er á leið aftur til Katar og verður í leikmannahópnum gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum á laugardagskvöld.
Sterling var ekki með í 3-0 sigrinum gegn Senegal í 16-liða úrslitum en hann hélt heim til fjölskyldu sinnar eftir að brotist var inn á heimili þeirra og skartgripum og úrum rænt.
„Það verður mikil lyftistöng að fá hann aftur. Hann er mangaður leikmaður. Við erum hæstánægðir með að allt sé í fínu lagi og hann getur komið aftur til okkar og tekið þátt í næsta leik," segir Kalvin Phillips, leikmaður enska landsliðsins.
Sterling heldur upp á 28 ára afmæli sitt í dag.
„Er það í dag? Ég vissi það ekki. Strax eftir fréttamannafundinn sendi ég honum skilaboð," segir Phillips.
Paige Milian, unnusta Sterling, var heima með ung börn þegar brotist var inn á heimili fjölskyldunnar en hún uppgötvaði ekki að brotist hefði verið inn fyrr en hún tók eftir að búið var að ræna rándýrum úrum og skartgripum.
föstudagur 9. desember 15:00 Króatía - Brasilía
19:00 Holland - Argentína
laugardagur 10. desember 15:00 Marokkó - Portúgal
19:00 England - Frakkland
|