fim 08.des 2022
Albert og félagar fundu loksins sigur
Eftir fimm leiki í röð án sigurs vann Genoa nýliða Südtirol 2-0 í dag. Albert Guðmundsson var í byrjunarliði Genoa og spilaði í 75 mínútur. Hann fékk gult spjald snemma leiks.

Albert er með eitt mark og tvær stoðsendingar í fjártán leikjum í ítölsku B-deildinni á þessu tímabili.

Genoa er sem stendur í fjórða sæti ítölsku B-deildarinnar, í umspilssæti. Tvö efstu liðin fara beint upp og er Genoa þremur stigum fyrir aftan Reggina sem er í öðru sæti.

Frosinone er á toppi B-deildarinnar með sex stiga forystu.