fim 08.des 2022
Messi saknar Lo Celso

Lionel Messi ræddi við Sergio Aguero fyrrum landsliðsmann Argentínu í argentíska sjónvarpinu fyrir leik liðsins gegn Holland í 8 liða úrslitum sem fram fer á morgun.Argentíski hópurinn er gríðarlega sterkur en nokkrir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni eru í hópnum. Emiliano Martinez markvörður Aston Villa, Christian Romero miðvörður Tottenham, Alexis Mac Allister leikmaður Brighton og Julian Alvarez leikmaður Man City.

Það er þó einn leikmaður sem Messi hefði óskað sér að væri í hópnum, Giovanni Lo Celso, en hann hefur ekki náð að heilla hjá Tottenham en hann er á láni hjá Villarreal.

„Við söknum þín Gio, þið tveir eruð með okkur í anda," sagði Messi um Lo Celso og Aguero sem þurfti að hætta í fótbolta mjög skyndilega eftir að hjartagalli kom í ljós.

Lo Celso hefur leikið yfir 40 landsleiki með Argentínu og tekið þátt í teimur Copa America mótum.